Saturday, May 16, 2015

Próflok


Ég held að þetta hafi verið lengstu 2 vikur ævi minnar. En ég get loksins sagt að ég sé búin í prófum! Og ef allt gengur upp þá útskrifast ég úr Frumgreinadeild HR núna 12.júní! Ég er ekki að trúa að þetta sé búið. Mér hefði aldrei dottið í hug fyrir 2 árum að ég væri að fara útskrifast! En ég ætla ekki að fara fram úr mér, ég á ennþá eftir að fá 3 einkunnir, en ég krossa alla putta og tær yfir því að ná þessum þremur prófum sem eftir eru. Þetta verða án efa erfiðir dagar að bíða eftir að fá seinustu einkannirnar! 

Ég var vakin með risa blómvendi og pönnukökum í morgun, það var allveg yndislegt. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem við fjölskyldan borðum saman í næstum 2 eða 3 vikur. Ég er líka bara búin að njóta þess að vera í náttfötunum í allan dag og bara slaka á, það er frekar skrítin tilfining að þurfa ekki að fara eitt né neitt. Nú bíð ég bara eftir að gestirnir mæti í grill og svo verður bara slakað meira á, borðað góðan mat og notið. 

- Jónína Sigrún -


Wednesday, January 28, 2015

What happens in Vegas
What happens in Vegas, stays in Vegas.. 

Ég held ég hafi aldrei upplifað annan eins hita á ævinni eins og það var í Vegas! Við löbbuðum eginlega á milli spilavíta til að komast úr hitanum og í loftkælinguna, eða lágum á sundlaugar bakkanum. Svo hélt maður að maður væri orðin safe um kvöldið, en nei nei, það var eins og að labba á vegg að fara út um hurðina, svo þið getið ýmindað ykkur.. Dimmt úti, en um 30°. Svo ef þið farið, þá mæli ég kannski ekki með að fara í júlí, mjög heitt. Enda kannski ekki við öðru að búast í eyðimörk.

Við fórum á Ka sýninguna hjá Circus De Soleil, sem var mjög flott, kom mér á óvart hvað þetta var rosalegt show! Það sem mér fannst skemmtilegast í Vegas var reyndar þegar við fórum að skjóta, það var mjög gaman ;) Annars fékk ég ekki að spreyta mig í spilavítinu, ég skildi vegabréfið mitt eftir uppá hótel herbergi, og gæinn sem var við spilaborðið tók sko ekki í mál að leyfa mér að spila, ég mátti ekki einu sinni horfa á Bjarka spila, svo við vorum fljót að láta okkur hverfa og spreyttum okkur bara spilakössunum í staðinn ;) 

Ég með ef þið eruð að fara til Vegas, þar sem þið eruð í sumarfríi þá skiptir það ykkur væntanlega ekki miklu máli hvort þið eruð þar um helgi eða ekki, en það eru miklu ódýrari hótel herbergi á virkum dögum heldur en um helgar, við fengum rosalega flott svítu, með inniföldum morgunmat í rúmmið í 2 nætur á 20 eða 30þús! Við gistum á The Venician, sem er án efa stærsta hótel sem ég hef farið á, það er mjög auðvelt að villast þarna inni, en þú gætir líka allveg komist upp með að fara aldrei út af hótelinu, því það er allt þarna inni! Búðir, spilavíti, veitingarstaðir, spa, sundlaug, skemmtistaðir you name it! 

En annars er aksturinn til og frá Vegas ekki sá skemmtilegasti, svo ég mundi hiklaust mæla með að taka flug ef það er á góðu verði, annars ertu basicly að keyra í eyðimörk í ca 3 kl.tíma, en aksturinn er 4 tímar í heildina, aðra leið frá LA. Voða skemmtilegt fyrst, en svo næstu 3 kl.tíma af straight up eyðimörk... Það getur orðið svolítið þreytt og þá er ekki verr að hafa skemmtilegan félagsskap ;) 

- Jónína Sigrún - 

Tuesday, January 27, 2015

Burn baby burn...

Killer twist í brennslu æfing! 

Í morgun tókum við Kristjana góða rassa æfingu og tókum síðan 25 mín á stígavélinni(stepmill) eins er hér fyrir ofan.  Ég hef átt smá love/hate relationship við þetta nýja tæki, aðalega af því það tekur meira á en ég er vön. Læt æfingu dagsins fylgja með ;) 

Cabel hip abduction 3x15 hvorn fót 

25 min brennsla á stigavélinni
Labba í 2min venjulega
1 min lyfta fæti hátt upp aftur á bak
(eins og á myndinni hérna fyrir ofan) 
1min hliðarskref á hægri fæti
1min hliðar skref á vinstri fæti 
2min venjulega osf... 

Ef þið ýtið á nafið á æfingunni þá kemur upp video af æfingunni.

Ég er nokkuð vissum að við eigum eftir að finna fyrir þessu á morgun ;) 

- Jónína Sigrún - Monday, January 26, 2015

Im loving it...


Þessi elska fékk að koma með mér heim í dag ;) 

Ég gafst endanlega upp á pc tölvunni minni í seinustu viku og ákvað að gefa Apple einn séns í viðbót.  Það er verst hvað mig er lúmskt langað til að eignast iphone aftur, en við skulum nú sjá til með það. 
Ég hef átt glataða sögu þegar kemur að iphone, en ég braut iphonin minn 3x áður en ég gafst upp og skipti yfir í LG. LG eru mjög fínir símar, don´t get me wrong, en það er eitthvað við Apple, alltaf svo stílhreint og flott ;) En LG er með mjög góða myndavél og batterí sem endist mjög vel. Annars átti þetta nú ekki að vera eitthvað auglýsinga blogg, bara svona smá vangaveltur ;) 

- Jónína Sigrún - 

Sunday, January 25, 2015

La La land...
Ég hreinilega elska þennan stað og get ekki beðið eftir að fara aftur og uppgötva fleiri staði! Ég á ennþá eftir að sýna ykkur myndir frá því að við vorum í Las Vegas og San Francisco, og ferðin að keyra upp til San Fran var æðisleg. Núna í sumar ætlum við að fljúga til San Fran og keyra niður og gefa okkur allveg 2 daga í að keyra og gista á leiðinni. 

- Jónína Sigrún -